Einkenni ME
Einkennandi fyrir sjúkdóminn eru svokölluð PEM köst (post exertional malaise) þegar einkenni versna eftir líkamlegt, félagslegt eða andlegt álag.
Önnur helstu einkenni eru yfirþyrmandi þreyta eða örmögnun, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu; svefntruflanir, verkir, minnistruflanir, viðkvæmni gagnvart ljósi, snertingu og hljóði. Erfiðleikar við að standa lengi og stundum jafnvægistruflanir, óregla á líkamshita og líkamsþyngd. Flensulík einkenni sem vara að minnsta kosti í sex mánuði hjá fullorðnum eða þrjá mánuðu hjá börnum.
Virkniaðlögun
betra líf með ME
Bókin er gagnleg öllum þeim sem kljást við veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu sem og þeim sem eru með langtíma Covid, en er skrifuð sérstaklega með ME sjúklinga í huga.
Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.
Heimildamyndir og myndbönd

Fréttir
POTS vökvagjöf — Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands harðlega mótmælt
ME félag Íslands mótmælir harðlega ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum frá og með 1. október 2025, sbr….
Alvarlegt ME: Samfélags og efnahagsleg kreppa sem Evrópa getur ekki lengur hunsað
Fréttatilkynning EMEA 8. ágúst: Þann 8. ágúst minnumst við Alvarlegs ME — dagur til að minnast, vekja athygli og krefjast tafarlausra aðgerða til að styðja…
Að umbreyta rannsóknum í greiningar og meðferðir
Sautjánda alþjóðlega ME-ráðstefnan Invest in ME Research International ME Conference 2025 – IIMEC17 – fór fram 30. maí 2025 á Wellcome Genome Campus nálægt Cambridge…
Næstu viðburðir
Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2025
Hlaupum til góðs fyrir ME félag Íslands. Félagið gætir hagsmuna ME og LC sjúklinga – berst fyrir snemmbærri greiningu, aðgengi að réttri heilsugæslu og réttum…
Könnun í gangi á vegum ME félagsins
Það tekur aðeins um 5 mínútur að svara könnuninni. Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað. Svara könnun