top of page

FRÆÐSLUFUNDUR ME FÉLAGS ÍSLANDS

um bók um betra líf með ME

fimmtudaginn 17. október

klukkan 17 - 19

EMDR stofunni í Vallakór 4, Kópavogi

ME félag Íslands gaf út bókina Virkniaðlögun nú í ár. Af því tilefni býður félagið til fræðslufundar þar sem þýðandinn, Jóhanna Sól Haraldsdóttir, kynnir aðferðina sem sagt er frá í bókinni og gengur út á hvernig ME sjúklingar geta aukið lífsgæði sín.

Höfundur bókarinnar, Ingibjörg Midsem Dahl, hefur sjálf lifað með ME frá árinu 1983. Hún skrifaði bókina til að kynna fyrir öðrum þær aðferðir sem hafa reynst henni vel til að að ná langvarandi bata upp að ákveðnu marki. Þar skiptir samspil hvíldar og virkni mestu máli og að finna besta jafnvægið þar á milli. Þetta er nokkuð sem reynist fólki mjög erfitt og því er þessi bók góður leiðarvísir. Hún kynnir mismunandi aðferðir eftir veikindastigi sjúklingsins með tilliti til ólíkra þátta sem hver og einn myndi vilja einbeita sér að svo sem fjölskyldulífi, skóla og tómstundum.

 

ME á það sameiginlegt með mörgum öðrum langvinnum sjúkdómum að lækningu er ekki að finna við sjúkdómnum en aðferðir á borð við virkniaðlögun geta hjálpað fólki að finna sína leið til þess að lifa með sjúkdómnum.

Á síðu bókarinnar má
lesa meira um bókina og höfundinn
Hægt er að kaupa bókina á sölusíðu ME félags Íslands

FUNDINUM VERÐUR STREYMT Á FACEBOOK SÍÐU FÉLAGSINS

svo fólk getur fylgst með að heiman og jafnvel sent inn spurningar til fyrirlesara.

Gestir eru beðnir um að vera ekki með ilmvatn, rakspíra eða annað sem getur valdið óþægindum. 

Húsnæðið hentar viðkvæmu fólki mjög vel og mikilvægt er að halda því þannig.

bottom of page