Fréttir

Í FRÉTTUM:

11.2.2020

Eins og margir hafa orðið varir við tók umræðan um ME kipp eftir málþing um sjúkdóminn á læknadögum í Hörpunni nú í janúar.

Í kjölfarið hefur ME félagi Íslands borist margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að fá greiningu á ME og/eða meðferð við sjúkdómnum. Því miður getur félagið ekki bent á ákveðinn aðila innan heilbrigðiskerfisins sem tekur að sér að greina ME.

Eins og er bjóðast ekki almenn blóðpróf sem nota má til að greina s...

5.2.2020

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, úthlutaði í gær styrkjum til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal ME félags Íslands sem fékk styrk til gerðar kennslu- og æfingaefnis fyrir ME sjúklinga.

Guðrún Sæmundsdóttir formaður félagsins tók við styrknum og færði ráðherra eintak af Virkniaðlögun, bók sem félagið fékk einmitt styrk til að þýða og gefa út.

Hér er frétt um styrkveitinguna á vef Stjórnarráðsin...

1.2.2020

Sagt var frá umræðu um ME á læknadögum í aðalfréttatíma RÚV í kvöld. Rætt var við Dr. Baraniuk sem hélt fyrirlestur á læknadögum og einnig á fræðslufundi ME félags Íslands.

Í viðtalinu talar hann um að á Íslandi gefist einstakt tækifæri til að rannsaka orsakir ME því hér hafi sjúkraupplýsingar verið vel skráðar í gegnum tíðina og upplýsingar um erfðamengi séu aðgengilegar miðað við í öðrum löndum.

Sjá frétt í Ríkissjónvarpinu 1....

30.1.2020

Í gær var ný, norsk mynd um ME birt á Youtube þar sem fylgst er með Rituximab rannsókninni í Noregi, niðurstöðum og sjúklingum sem fylgdust vongóðir með framvindu mála.

Myndin er á norsku en með enskum texta.

Læknar á Haukeland sjúkrahúsinu tóku eftir því að nokkrir ME sjúklingar virtust óvænt fá bata þegar þeir þurftu að undirgangast krabbameinsmeðferð. Ákveðið var að að rannsaka hvort Rituximab krabbameinslyfið gæti hugsanlega...

26.1.2020

Í Morgunblaðinu í dag birtist mjög áhugavert viðtal við Svein Benediktsson þar sem hann segir frá reynslu sinni af ME.

Einnig er rætt við Dr. James Baraniuk sem kom til landsins til að taka þátt í málþingi um ME á Læknadögum í Hörpunni þann 20. janúar.

Hér er viðtalið við Svein og Dr. Baraniuk en það er einnig hluti af stærri grein sem hér er á pdf formi. Þessu er deilt með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins. 

23.1.2020

Í Mannlega þættinum á Rás 1 Ríkisútvarpsins var rætt við Friðbjörn Sigurðsson lækni og Guðrúnu Sæmundsdóttur formann ME félags Íslands í tilefni málþings um ME á læknadögum í janúar 2020. Þau ræða eðli ME, hugsanlegar orsakir, greiningar og fleira.

HLUSTA

22.1.2020

Það urðu aldeilis tímamót í sögu ME á Íslandi þegar málþing um ME var haldið á Læknadögum í Hörpunni nú í vikunni. 

Málþingið var mjög vel sótt og gestir voru mjög áhugasamir um það sem fram kom.

Auk þeirra íslensku lækna sem að því stóðu hélt Dr. James Bananiuk erindi en hann hélt einmitt fyrirlestur fyrir félaga ME félags Íslands á mánudaginn.

Þetta eru alveg sérstaklega ánægjulegar fréttir fyrir ME sjúklinga og þá sem unn...

21.1.2020

Dr. James Baraniuk kom til landsins til að taka þátt í Læknadögum 2020 og hélt einnig fyrirlestur á fræðslufundi ME félags Íslands í gær, þann

20. janúar. 

Fyrirlesturinn var vel sóttur og honum var líka streymt á Facebook síðu ME félags Íslands.

Dr. Baraniuk ræddi kenningar um uppruna og eðli ME, mismunandi greiningar og óvissuna í kringum þær. Hann ræddi líka aðra sjúkdóma svo sem Gulf War Syndrom sem er inni á hans sérsviði. S...

13.12.2019

Í gær bauð félagið til jólakaffis og fræðslufundar þar sem þrír íslenskir læknar sögðu frá því sem er gerast um þessar mundir í sambandi við ME bæði erlendis og hér á Íslandi. Það var alveg einstaklega gleðilegt að heyra af því að á læknadögum í janúar 2020 verður fræðsluþing um ME sem þessir og fleiri læknar standa að. Nú er rætt hvar ME skuli staðsett innan heilbrigðiskerfisins, hvernig hægt sé að auðvelda greiningu og margt...

20.11.2019

ME félag Íslands hefur fengið nýtt merki teiknað af Stefaníu Þorsteinsdóttur sem situr einmitt í stjórn félagsins um þessar mundir.

Þessi fagri fugl er í bláum einkennislit ME á alþjóðavísu. Hann er táknmynd fyrir sjúklinginn og þá staðreynd að sjúkdómurinn sést sjaldnast utan á honum. Hringirnir sýna þau fjölmörgu einkenni sem halda sjúklingnum niðri og íþyngja honum þegar hann hvað eftir annað reynir að taka flugið og halda l...

Please reload

12.5.2020

Please reload

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram