top of page

GLERÁRTORGI kl. 12-15

laugardaginn 12. maí 2018

ME félag Íslands er með í #MILLIONS MISSING í annað sinn nú í ár. Þetta er alþjóðlegur viðburður sem ætlað er að vekja athygli á sjúkdómnum og auka almenna þekkingu um hann. 

Nú verður #MM á Akureyri og í framhaldinu er stefnt á að stofna fyrstu landsbyggðadeild félagsins, Norðurlandsdeild. 

Akureyri varð fyrir valinu því um miðja síðustu öld geysaði Akureyrarveikin sem á alþjóðavettvangi er talin til

ME faraldra síðustu aldar.

  • Facebook - White Circle
  • LinkedIn - White Circle
  • Twitter - White Circle

SKÓPÖR - táknmynd fyrir þá sjúklinga sem fengu Akureyrarvekina um miðja síðustu öld.

Við minnumst þeirra í ár því Akureyrarveikin er einn þekktra ME faraldra síðustu aldar.

Opinberlega voru 465 greindir með Akureyrarveikina og er eitt par fyrir hvern sjúkling. Auk þess er ekki ólíklegt að fleiri hafi verið veikir en ekki fengið formlega greiningu svo skópörin eru rúmlega 500.

Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
ME félags Íslands stóð fyrir skógjörningnum á Akureyri

#MillionsMissing á Íslandi

MYNDBAND

Það var mikið um að vera þegar skónum var raðað í tröppur Akureyrarkirkju. Sem betur fer komu duglegir skíðakappar til hjálpar og fyrr en varði voru 500 skópör komin á sinn stað.

OPINBER SÍÐA #MM ÁTAKSINS

ísland er með í millions missing í annað sinn

HEIM

UPP

bottom of page