MYNDSKEIÐ

Um ME, Akureyrarveikina og Millions Missing

N4 sjónvarp, Föstudagsþáttur 16. mars 2018

Viðtal við Herdísi Sigurjónsdóttur, varaformann ME félags Íslands, í Föstudagsþættinum á sjónvarpsstöðinni N4. Rætt er um sjúkdóminn sjálfan og tengingu hans við Akureyrarveikina sem kom upp hérlendis og telst til ME faraldra síðustu aldar. Einnig segir Herdís frá Millions Missing viðburðinum sem fer fram um allan heim þann 12. maí sem er alþjóðlegur baráttudagur fyrir viðurkenningu á ME.

Íslenskt myndband um ME

Myndband um ME í boði ÖBÍ - maí 2017

Fyrsta íslenska myndbandið um ME á íslensku var gert í boði og í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands. ME félag Íslands þakkar ÖBÍ fyrir þessa góðu gjöf og hlakkar til að gera fleiri myndbönd í framtíðinni fyrir Íslendinga. 

Hér er rætt við þrjá ME sjúklinga sem segja örstutt frá eigin reynslu. Það er kominn tími til að það heyrist frá sjúklingum og félagið þakkar þeim kærlega fyrir að ríða á vaðið.

Viðtal vegna Rituximab rannsóknar í Noregi

NTV2 (Norska ríkissjónvarpið) 7. janúar 2017

ÍSLENSKUR TEXTI

Viðtal við dr. Öystein Fluge um rannsóknarniðurstöður í lyfjarannsókn í Noregi.
Rannsókninni er enn ólokið en niðurstöðurnar sem þegar eru komnar eru mjög áhugaverðar.
Í upphafi myndskeiðsins er sýnt frá lífi ME sjúklings sem er mikið veikur, svo tekur viðtalið við.

ÍSLENSKUR TEXTI - júní 2016

Jennifer Brea fékk ME 25 ára gömul. Hún gerði margverðlaunaða mynd um ME sem frumsýnd var á Sundance kvikmyndahátíðinni 2017. Í þessum fyrirlestri ræðir hún ME og hvernig sjúklingar rekast á veggi í leit sinni að lækningu. Hún segir aðeins frá sögu sjúkdómsins og stöðu hans í heilbrigðiskerfinu, samfélaginu og í heimi vísinda. Einnig kemur hún inn á viðhorf lækna til kvenna í gegnum tíðina og hvað af þeim hefur leitt.

Til að fá íslenskan texta þarf að smella á tannhjólið neðst til hægri, velja subtitles og svo íslensku.

ME/CFS ALERT

Youtube-rás, mörg myndbönd á ensku

Llewellyn King er breskur fréttamaður sem býr og starfar í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir pólitískar greinar en þegar vinur hans veiktist af ME blöskraði honum þjáningar þessa sjúklingahóps. Hann stofnaði Youtube rásina ME/CFS Alert þar sem hann tekur viðtöl við helstu sérfræðinga á sviði ME.

Giles Meehan

ME sjúklingur, gefur ráð

ATHUGIÐ AÐ ÞETTA ERU EKKI LÆKNISRÁÐ HELDUR RÁÐLEGGINGAR FRÁ SJÚKLINGI
Giles Meehan er Breti og hefur náð að lifa sæmilega með ME þrátt fyrir að hafa orðið mjög veikur. Hann gerði þessi myndbönd fyrir aðra sjúklinga og mörgum hefur þótt gott að fá þannig ráð um líf með ME og jafnvel betri líðan.

Dr. Kenny de Meirleir

Belgískur læknir, sérhæfður í ME og Lyme disease

Dr. Meirleir hefur meðhöndlað óheyrilega marga ME sjúklinga á stofu sinni í Belgíu.Markmið hans er að draga úr einkennum sjúkdómsins með breytingum á mataræði, stuðningi við ónæmiskerfið og sértækum lyfjum sem vinna gegn síendurteknum sýkingum.ME cvs Vereniging í Belgíu hefur gert þáttaröð með viðtölum við sérfræðinga og hér eru 20 þeirra með enskum texta.

Please reload

 

ME félag Íslands

mefelag@gmail.com

 

Sími: 620-2011

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á Facebook: