Mómæli við danska sendiráðið


Nokkrir M.E. og FM (síþreytu og vefjagigtar) sjúklingar hafa tekið sig saman um að mótmæla meðhöndluninni á M.E. sjúklingnum Karinu Hansen í Danmörku fyrir utan sendiráð Danmerkur, Hverfisgötu 29, í hádeginu næsta fimmtudag kl. 12:00 (stendur í um klukkustund) .

Okkur langar til að hvetja sem flesta til að koma þennan klukkutíma, því mál hennar er orðin sjö mánaða hryllingur. Karina, 23 ára kona, var tekin í nauðungarvistun og hefur lítil sem engin samskipti við fjölskyldu sína vegna þess að nokkrir læknar telja M.E. vera sálvefrænan sjúkdóm sem hún "spinnur upp" með ímyndunarafli sínu. Fyrir aðeins átta árum lést ung kona Sophia Mirza eftir samskonar nauðungarvistun í Bretlandi af sömu orsökum. Við getum ekki staðið hjá. Um 15 manns hafa nú tilkynnt þátttöku og við vonumst til að sjá fleiri.

Þetta er ekki aðeins mál heilbrigðiskerfisins í Danmörku heldur hefur það áhrif á réttindastöðu sjúklinga víðar ef það er látið átölulaust. Mál hennar er líka mjög lýsandi fyrir þá fordóma sem við M.E. og vefjagigtarsjúklingar þurfum að glíma við. Umræða er komin upp á hópnum. Verið í sambandi á hópnum ef um spurningar er að ræða.

Hér er síða um málið á Facebook.

Hér er frétt um mótmælin á Íslandi.

#mótmæli #Karina #Hansen #Danmörk

Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram