top of page

Nafnabreytingin 2007


Hér er sagt frá því þegar nefnd kom saman árið 2007 til að vinna að því að finna nýtt nafn fyrir CFS (síþreytu). Þetta þótti mikilvægt mál því allir sem vinna í þessum málaflokki höfðu fundið fyrir því hvað þessi óheppilega nanfgift - CFS - gerði lítið úr alvarleika sjúkdómsins og kæmi sér illa fyrir sjúklinga og hagsmuni þeirra. Jafnvel þeir sem komu upp með nafnið Chronic Fatigue Syndrome hafa síðar sagt að nafnið hafi verið dragbítur í meira en 20 ár. Niðurstaðan varð ME/CFS.

Nefndin áttaði sig á því að ef CFS (síþreyta) hyrfi alveg úr nýja nafninu, gæti fólk lent í vandræðum við að fara fram á örorku eða í samskiptum við tryggingafélög. CFS var líka það hugtak sem allir þekktu svo allt efni og tilvísanir var að finna undir því nafni. Því var mælt með að að CFS skyldi fylgja nýja nafninu (ME), að minnsta kosti í einhvern tíma.

Það virðist vera vilji til að byrja að ýta CFS hugtakinu út. Höfundar Alþjóðlegu kríteríunnar frá 2011 kjósa til dæmis að sleppa CFS en nota eingöngu ME þegar rætt er um sjúkdóminn.

Fréttir
bottom of page