Mynd um ME (USA)
Jennifer Brea er ung kona sem veiktist illa af ME. Henni fannst hún mæta ótrúlegri vanþekkingu og fordómum hjá læknum og annars staðar svo hún ákvað að gera mynd um sjúkdóminn, Canary in a Coal Mine.
Þessi kynningarmynd kom út árið 2013 til að kynna framleiðslu myndarinnar vegna fjáröflunar á Kickstarter. Athugið að hægt er að velja íslenskan texta með því að smella á tannhjólið og fara í skjátexta.
Það er skemmst frá því að segja að söfnunin náði hæðum sem enginn hafði látið sig dreyma um og peningar streymdu inn frá langþjáðum ME sjúklingum um allan heim. Fjáröflunin er löngu búin á Kickstarter en það er gaman að sjá þetta kynningarmyndband.
Þessi kona er mjög veik af ME og ekki víst að allir ME sjúklingar samsami sig með henni eða öðrum fárveikum einstaklingum sem bregður fyrir. Ég hvet fólk til að láta það ekki trufla sig, ME hefur mjög mikil áhrif á hvern þann sem er svo óheppinn að veikjast, sama á hvaða stigi það er. Þessi dramatíska mynd er kannski það sem til þarf og vonandi verður hún þau tímamót sem svo margir vonast eftir.
Hér er hægt að sjá facebook síðu myndarinnar og heimasíðu. Áfram Jennifer og félagar!