top of page

Aðalfundur 2014


FUNDARBOÐ

Aðalfundur ME félags Íslands verður haldinn laugardaginn 29. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður í Lifandi markaði, Borgartúni, neðri hæð.

Stjórnin vill vekja athygli félagsmanna á því að til að hafa atkvæðisrétt þarf félagsgjald að vera greitt. Greiðsluseðill var sendur í heimabanka félagsmanna í desember síðastliðnum sem valkvæð greiðsla (sem þýðir að það þarf kannski að leita að henni í heimabankanum).

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum Upphæð árgjalds ákveðin Lagabreytingar Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga Kosning nefnda Önnur mál

Stjórnin leggur til breytingu á 8. og 9. greinum laga félagsins:

8. grein hljóðar nú svo:

Lögum félagsins má breyta á aðalfundi eða aukaaðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði.

Breytingartillagan sem lögð verður fram:

Lögum félagsins má breyta á aðalfundi eða aukaaðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða. Lagabreytingatillögur skulu hafa borist stjórn félagsins minnst 10 dögum fyrir aðalfund og skulu vera sendar félagsmönnum 5 dögum fyrir aðalfund til kynningar.

9. grein hljóðar nú svo:

Stjórn félagsins skipa 7 menn og 2 til vara; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, 3 meðstjórnendur og tveir varamenn. Allir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára. Þrír til fjórir stjórnarmenn eru kosnir hverju sinni og einn varamaður. Jafnmargir ganga úr stjórn. Formaður er kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á oddatöluári er kosið um formann, 3 stjórnarmenn og 1 varamann.

Breytingartillagan sem lögð verður fram::

Stjórn félagsins skipa 5 menn og 2 til vara; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, meðstjórnandi og tveir varamenn. Allir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára. Tveir til þrír stjórnarmenn eru kosnir hverju sinni og einn varamaður. Jafnmargir ganga úr stjórn. Formaður er kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á oddatöluári er kosið um formann, 2 stjórnarmenn og 1 varamann.

Þessi breyting á 9. grein er til að fækka stjórnarmönnum. Verði hún samþykkt verða stjórnarmenn aftur jafnmargir og á fyrstu árum félagsins. Þegar ákveðið var í fyrra að breyta þessari grein og fjölga í stjórn var hugmyndin sú að vinnan myndi dreifast á fleira fólk. Sú varð ekki raunin og ljóst er að erfitt er að manna 7 manna stjórn með 2 til vara.

Hægt verður að kaupa kaffi og veitingar á staðnum.

Bestu kveðjur,

Stjórn ME félags Íslands.

Fréttir
bottom of page