Félagið verður aðili að EMEA
EMEA er evrópusamband ME félaga. Á síðasta aðalfundi sambandsins í lok maí var samþykkt að Ísland yrði aðili að sambandinu. Það breytir miklu fyrir félagið að vera orðið hluti af stærri heild og fá stuðning frá þeim sem lengra eru komnir í baráttunni.