Skýrsla sem beðið var eftir


Það bárust aldeilis stórtíðindi frá Bandaríkjunum í dag. IOM birti loks skýrslu sína um ME/CFS sem margir höfðu kviðið. IOM stendur fyrir Institude of Medicine. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum báðu stofnunina um að kafa ofan í ME/CFS og koma upp með nýja greiningu og tillögur að meðferð við sjúkdómnum.

Langþreyttir ME sjúklingar (og jafnvel sérfræðing

Í stuttu máli má segja að IOM hafi komist að þeirri niðurstöðu að ME/CFS sé alvarlegur og mjög hamlandi líkamlegur sjúkdómur. Mikilvægt sé að læknar kunni að greina hann; ekki aðeins sérfræðingar heldur einnig heimilislæknar. IOM fór í gegnum þær greiningar sem til eru fyrir ME, þar á meðal ICC greininguna. Niðurstaðan var að hún væri góð en of þung og flókin til að hægt væri að fara fram á að allir læknar tileinkuðu sér hana. Því var sett fram einfölduð samantekt á bestu greiningunum.

Hér eru glærur frá kynningu IOM í dag. Hún var á netinu í beinni útsendingu.

#skýrsla #IOM #SEID #nafn #USA

Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram