Hvað er að gerast í ME félaginu?
Árið 2014 var mjög viðburðaríkt hjá ME félaginu. Mikil grunnvinna hefur farið fram og við sjáum fram á öðru vísi ár núna þar sem félagið verður sýnilegra. Það væri gaman að sem flestir tækju þátt að því marki sem hver og einn getur.
Félagið er núna í þremur stærri bandalögum:
3. Samtökum ME félaga á Norðurlöndum
Það er því í mörg horn að líta og allt er þetta spennandi og fróðlegt. Margir hér kannast við að hafa misst dampinn í gegnum veikindaferlið, ekki síst vegna þess að þessi barátta virðist oft á tíðum vera svo vonlaus. Nú virðist það eitthvað vera að breytast; hagsmunahóparnir eru orðnir sterkari og hljóðið í heilbrigðisstéttinni er að byrja að breytast.
Það er ótrúlega gefandi að vera þátttakandi í þessu ferli og vita að maður hefur áhrif á það. Margar hendur vinna létt verk og stjórn félagsins hvetur fólk til að mæta á aðalfund og bjóða sig fram í stjórn. Þeir sem vilja taka þátt að einhverju leyti en vilja ekki vera í stjórn geta svo sannarlega fundið eitthvað við sitt hæfi líka.
Aðalfundur 2015 verður auglýstur fljótlega.
Vitu ganga í félagið? Smelltu hér og fylltu út eyðublaðið. Þú getur líka sent póst á mefelag@gmail.com með nafni, kennitölu, heimililfangi og símanúmeri.
Ertu félagi nú þegar en hefur ekki borgað félagsgjöld? Líttu á valgreiðslur í heimabankanum, félagsgjöldin fara þangað sjálfkrafa.