Góður fræðslufundur
Nú á mánudaginn (13. apríl 2015) hélt ME félag Íslands sinn fyrsta fræðslufund.
Fyrst var litið aðeins á félagið sjálft, út á hvað það gengur, hvað hefur gerst hingað til og að hvaða stærri bandalögum félagið tilheyrir:
Stofnun félagsins 12. mars 2011
Aðili að Öryrkjabandalag Íslands
Aðili að Europian ME Alliance
Aðili að Nordic ME Network
Svo var farið yfir fimm fyrirlestra frá "Invest in ME" ráðstefnunni í frá því í fyrra. Þeir voru miklu fleiri og allir mjög áhugaverðir. Við ræddum þessa á mánudaginn:
Rannsókn um orsakir ME
Þolpróf sem sýnir fram á PENE (post exertional neuroimmune exhaustion)
Hallapróf sem sýnir fram á frávik í taugakerfi og blóðþrýstingi
Þarmaflóran sem virðist hafa mikið að segja
Stytt útgáfa af ICC greiningunni á ME (umræða um greiningar)
Að lokum voru kynntar þrjár mikilvægar rannsóknir um ME sem eru að hefjast um þessar mundir:
Örverur í meltingarvegi
END CFS/ME (hvorki meira né minna)
Rituximab rannsókn í Noregi (lyf)
Það var mjög gaman að hittast og spjalla og við viljum gjarnan hafa fleiri svona fundi/hittinga.