Aðalfundur 2015
FUNDARBOÐ
AÐALFUNDUR ME FÉLAGS ÍSLANDS 2015
Aðalfundur ME félags Íslands verður haldinn laugardaginn 9. maí næstkomandi.
Fundurinn hefst klukkan 14:00 og verður í Lifandi markaði, Borgartúni, neðri hæð.
Stjórnin vill vekja athygli félagsmanna á því að til að hafa atkvæðisrétt þarf félagsgjald að vera greitt. Greiðsluseðill var sendur í heimabanka félagsmanna sem valkvæð greiðsla (sem þýðir að það þarf kannski að leita að henni í heimabankanum).
Óskað er eftir framboðum í stjórn.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram
Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum
Upphæð árgjalds ákveðin
Lagabreytingar
Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Kosning nefnda
Önnur mál
Hægt verður að kaupa kaffi og veitingar á staðnum.
Bestu kveðjur,
Stjórn ME félags Íslands.