Grein um ME - útdráttur á íslensku

23.7.2015

Heiti greinarinnar: Chronic fatigue breakthrough offers hope for millions.

Hún birtist á síðu New Scientist þann 1. júlí 2015
Hér að neðan er útdráttur og slóð á greinina sjálfa.

 

"Síþreytu-uppgötvun" færir milljónum von.

 

Fyrst er stuttlega rakið hve erfitt hefur verið fyrir ME sjúklinga að fá sjúkdóminn viðurkenndan.
 

Minnst á að þetta var kallað "yuppie flu" (uppaflensa) á sínum tíma.
Þetta er bandarísk grein svo hér er talað um CFS (chronic fatigue syndrome).
Einnig hve lengi það hefur verið viðloðandi að um sálrænan kvilla sé að ræða.
Bent er á að þetta hefur smám saman breyst og fleiri og fleiri vísbendingar komi fram um að ME stafi af líkamlegum veikindum sem hægt verði að prófa.


Sagt frá bandarísku skýrslunni (frá IOM 2015) sem endurnefndi sjúkdóminn SEID en sú nafngift virðist ekki ætla að ná fótfestu.
 

Rifjað upp þegar rannsóknarniðurstöður voru kynntar í Science árið 2009. Þær tengdu ME/CFS við músavírus (XMRV). Ekki var hægt að fá sömu niðurstöður þegar rannsóknin var endurtekin og búið er að draga upphalegu niðurstöðuna til baka.

 

(Tímamótin sem fyrirsögnin vísar til):

Sagt er frá norsku rannsókninni sem er í gangi núna. Verið er að rannsaka áhrif krabbameinslyfs á ME. Tveir þriðju sjúklinga sýna bata, jafnvel mikinn bata. (Lyfið heitir Rituximab). Það var tilviljun að fólk áttaði sig á að lyfið drægi úr áhrifum ME (CFS/síþreytu).
Þetta er jafnvel talið benda til að sjúkdómurinn sé tengdur mótefnum í líkamanum (antibodies) sem upphaflega áttu að berjast gegn sýkingum. Þau taki til sín of mikið af blóði og því berist ekki nóg blóð til vöðvanna. Það valdi þá mikilli þreytu.

 

Ef þetta reynist rétt má segja að gamall grunur um að eftirköst eftir vírussýkingu valdi veikindunum sé réttur (kallað post-viral syndrome).  Þjáningar sjúklinga verða ekki lengur óskýranlegar og vafasamar. Von er til að ástæður annarra illskýranlegra sjúkdóma komi í ljós fyrir slysni.

 

Hér má sjá upphaflegu greinina.

 

 

 

Please reload

Fréttir

12.5.2020

Please reload

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram