top of page

Japönsk rannsókn á þreytu


Vísindafólk í Japan hefur fundið út að HHV-6 og HHV-7 í munnvatni getur sagt til um eðli þreytu. Talað er um eðlilega þreytu sem hverfur við hvíld og svo þreytu sem stafar af sjúklegu ástandi (á ensku pathological fatigue).

Rannsóknin var gerð svo finna mætti mælanlegan mun á þessum tveimur gerðum þreytu. Þannig er hægt að ákvarða hvort þreyta sé sjúkleg og kalli á meðhöndlun.

HHV stendur fyrir Human herpesvirus. HHV vírusarnir eru nokkrir og finnast í næstum öllu fólki. Með því að mæla magn HHV númer 6 og 7 í heilbrigðu fólki annars vegar og sjúklingum hins vegar sást munur sem vísindafólkið telur að nota megi sem mælikvarða á hvers eðlis þreyta er.

Svona mælikvarðar kallast biomarkers á ensku. ME rannskóknir gangar meðal annars mikið til út á að finna biomarkers fyrir ME svo hægt verði að mæla áþreifanlega hvort fólk hafi þennan sjúkdóm.

Í þessari nýju rannsókn í Japan voru heilbrigð viðföng rannsökuð og sást að HHV-6 og HHV-7 í munnvatni jókst við áreynslu en minnkaði hratt við hvíld. Hjá sjúklingunum varð ekki aukning á þessum vírusum við áreynslu.

Þrenns konar sjúklingahópar voru valdir í tilraunina: CFS/ME, sjúklingar með köfnunarsvefn og sjúklingar með alvarlegt þunglyndi.

Rannsóknin mun birtast í Science Direct í september. Hún er komin á netið og það má lesa um hana hér.


Fréttir
bottom of page