Fréttabréf ME félags Íslands
ME félag Íslands hefur nú ákveðið að senda frá sér fréttabréf þar sem fram kemur í stuttu máli það sem helst er á döfinni.
Það er ekki amalegt að geta hafið þessa útgáfu með því að segja frá því að loks er komið að því að halda ME ráðstefnu á Íslandi. Þetta eru stórfréttir því á meðal gestafyrirlesara er Dr. Daniel Peterson sem er einn virtasti sérfræðingurinn á þessu sviði í heiminum.
Rætt er um aðalfund og nýkjörna stjórn, aðild okkar að ÖBÍ og rætt um kaffihúsahittinga félagsins.