top of page

1. maí með ÖBÍ


ME félag Íslands er aðili að Öryrkjabandalaginu. Eins og áður ætlar ÖBÍ að vera sýnilegt á 1. maí og að þessu sinni er áhersla lögð á að beina sjónum fólks að fátækt sem viðgengst á Íslandi.

Tökum þátt í þessari þörfu baráttu og mætum á 1. maí.

Hér er auglýsing ÖBÍ vegna dagsins:

Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er handan við hornið. Þátttaka Öryrkjabandalags Íslands á þessum mikilvæga degi hefur vaxið stig af stigi á síðustu árum og nú verður engin undantekning þar á. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál hefur umsjón með deginum fyrir hönd bandalagsins.

Yfirskrift göngunnar að þessu sinni er: „Lúxus eða lífsnauðsyn? Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.“

Félagsfólk í aðildarfélögum ÖBÍ eru hvatt til að mæta sem og aðrir sem vilja ganga með ÖBÍ og krefjast bættra kjara.

Dagskrá 1. maí: 11:00 Boðið upp á kjötsúpu í Sigtúni 42, húsnæði Öryrkjabandalags Íslands. 12:30 Safnast saman á Hlemmi 13:00 Kröfugangan leggur af stað Á Íslandi búa þúsundir manna, kvenna og barna við alvarlegan skort á efnislegum gæðum. Það er staðreynd að þessi hópur getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að festast í fátæktargildru til frambúðar. Hvernig má það vera að íslensk börn í vel stæðu samfélagi fái ekki þann mat sem ráðlegt er að borða og foreldrar þeirra geti ekki greitt fyrir lyf og læknisþjónustu nema annað sé látið sitja á hakanum? Við krefjumst réttlætis og hvetjum alla til að taka þátt 1. maí.


Fréttir
bottom of page