ME og þarmarflóran - ný rannsókn


Loks eru komnar niðurstöður úr rannsókn Dr. Lipkin á örverumengi í meltingarvegi og áhrif þess á ME. Allir sem fylgjast með málefnum ME og rannsóknum hafa beðið með eftirvæntingu eftir þessum niðurstöðum og þær reynast mjög áhugaverðar.

Það er ekki að ástæðulausu þessi rannsókn telst svona merkileg. Undanfarin ár hefur mikið kapp verið lagt á að finna líkamlega orsök ME/CFS - eitthvað sem hægt væri að meðhöndla.

Til skamms tíma var talið að einu úrræðin væru stigvaxandi líkamsrækt og hugræn atferlismeðferð. Með því að finna líkamlega þætti vaknar ný von hjá sjúklingum um að einhver raunveruleg meðferð sé í sjónmáli.

Hér eru ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðunum:

ME/CFS eitt og sér tengist ójafnvægi í þarmaflórunni (dysbiosis).

Hér er átt við ME/CFS burtséð frá iðrabólgu (irritable bowel syndrome).

Einnig tengist ME/CFS truflunum í efnaskiptastarfsemi baktería og það getur haft áhrif á hve alvarlegur sjúkdómurinn er.

Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ákveðið ójafnvægi í þarmaflóru (dysbiosis) sem er einkennandi fyrir ME/CFS líti þó stundum út sem einkenni iðrabólgu.

Iðrabólga er einmitt mjög algeng hjá ME/CFS sjúklingum.

Þessi nýja innsýn gæti stuðlað að nákvæmari sjúkdómsgreiningu og jafnvel leitt til nýrrar þekkingar sem svo gæti leitt til sértækrar meðferðar við ME/CFS hjá ákveðnum hópi sjúklinga.

Hér er tengill á niðurstöðurnar sem birtust í Microbiome Journal þann 26. apríl sl.


Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram