Rituximab rannsóknin brást vonum

30.11.2017

 

Undanfarin ár hefur norsk rannsókn á krabbameinslyfinu Rituximab vakið alþjóðlega athygli og niðurstöðunnar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. ME samfélagið allt var mjög vongott um að nú væri loks að koma fram lyf sem sannanlega virkaði gegn sjúkdómnum.

Fyrri umferðir rannsóknarinnar gáfu góða von og því kemur það flestum á óvart að niðurstaða lokaáfangans skyldi vera neikvæð. Rannsakendur sögðu frá þessu í síðustu viku þótt ekki sé búið að birta niðurstöðurnar enn, það verður ekki gert fyrr en á næsta ári. 

Dr. Fluge er annar höfunda rannsóknarinnar, hinn er dr. Mella. Dr. Fluge kom einmitt á ráðstefnu ME félags Íslands í september og sagði frá rannsókninni. Við höldum áfram að fylgjast með og bíðum þess að niðurstöður með skýringum birtist að nokkrum mánuðum liðnum.

 

Hér er hægt að lesa grein á íslensku um Rituximab.

Please reload

Fréttir

12.5.2020

Please reload

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram