top of page

UNREST tilnefnd til Óskarsverðlauna?


Heimildarmyndin UNREST sem fjallar um líf með ME er komin í undanúrslit fyrir Óskarsverðlaunin. Það er að segja; hún er ein 15 mynda sem keppa um að verða tilnefndar. Það kemur í ljós þann 23. janúar 2018 hvort UNREST sé á meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar verða í flokki heimildamynda.

Uppfært: Myndin var ekki í hópi þeirra 5 mynda sem tilnefndar verða í þessum flokki.

Það er samt ekki annað hægt að segja en að þetta er ótrúlega mikilvæg viðurkenning fyrir þá sem að myndinni standa.

Ath. það er hægt að fá íslenskan texta með því að smella á tannhjólið/settings.


Fréttir
bottom of page