top of page

Aðalfundur 2018


Vegna formgalla við framkvæmd aðalfundar í síðasta mánuði er nú að nýju boðað til aðalfundar félagsins 2018.

Hann verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl nk. í sal á 3. hæð við Háaleitisbraut 58-60

(undir 58-60, á milli bláa skiltisins & þess rauða hér á myndinni).

Fundurinn hefst kl: 20:00

Lyfta er á staðnum.

Dagskrá fundarins verður skv. 6. grein laga félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum

e) Upphæð árgjalds ákveðin

f) Lagabreytingar

g) Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein laga félagsins

h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

i) Kosning nefnda

j) Önnur mál

Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Allir félagsmenn eru velkomnir en atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir.

Hægt er að greiða félagsgjaldið hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Banki: 101-26-42480

Kennitala: 650311-2480

Þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu skulu tilkynna það eigi síðar en viku fyrir aðalfund í tölvupósti.

Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur kæru félagsmenn.

Stjórn ME félags Íslands


Fréttir
bottom of page