top of page

PACE loksins hrakið?


Í dag birtu margir fjölmiðlar í Bretlandi fréttir um það að svo virtist sem niðurstöður PACE rannsóknarinnar standist ekki skoðun. Þetta er auðvitað ekkert annað en það sem ME sjúklingar og vel upplýstir sérfræðingar hafa vitað alla tíð.

Niðurstöður þessarar rannsóknar frá 2011 studdu þá kenningu að hugræn atferlismeðferð (skammstafað CBT á ensku og HAM á ísl.) og stigvaxandi æfingarprógram (graded exercise therapy eða GET) væru gagnlegar meðferðir við ME.

Þar sem þetta er eina rannsóknin sem hefur "sannað" að einhver ákveðin meðferð dugi hefur heilbrigðiskerfið í Bretlandi og víða annars staðar hengt sig í þessar niðurstöður. Sjúklingar hafa mátt þola það að þurfa annað hvort að undirgangast þessar meðferðir eða að öðrum kosti teljast vinna gegn eigin bata (með ýmsum afleiðingum, bæði innan heilbrigðiskerfisins og hvað varðar fjárhagsafkomu).

Sjúklingar vissu auðvitað að þótt hugræn atferlismeðferð sé ágæt þar sem við á er hún ekki lækning við ME sem er alvarlegur sjúkdómur sem leggst á ósjálfráða taugakerfið, ónæmiskerfið og fleiri kerfi líkamans. Eins vita sjúklingar og raunverulegir ME sérfræðingar að líkamsæfingar og annað álag getur valdið algerri örmögnun (PEM, post exertion malaise) og valdið þannig miklum veikindum og afturför hjá sjúklingum.

Sjáum við loksins fyrir endann á hörmungunum sem PACE rannsóknin leiddi yfir ME sjúklinga?

Hér eru fréttir dagsins í breskum fjölmiðlum:


 
 
 
Fréttir

ME félag Íslands

Sigtún 42

105 Reykjavík

 

Sími: 620 2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
Mannréttindahúsinu

Opnunartími:
Eftir samkomulagi.

Viðtalstíma er hægt að bóka í síma 792 3828 eða í tölvupósti á netfangið: 
mefelag@gmail.com

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
bottom of page