ME í breska þinginu


Skoska þingkonan og vísindakonan Carol Monaghan, MP, ávarpaði í dag neðri deild breska þingsins (House of Commons) þegar hún stóð fyrir umræðum um ME og PACE rannsóknina sem hefur haft mikil áhrif á meðhöndlun sjúklinga.

Nú virðist vera að margir annmarkar hafi verið á PACE rannsókninni. Niðurstöður hennar voru notaðar til að móta stefnu heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi varðandi meðhöndlun ME sjúklinga. Læknar fengu fyrirmæli um að mæla með stigvaxandi æfingaprógrammi og hugrænni atferlismeðferð fyrir þennan sjúklingahóp.

PACE rannsóknin hefur haft áhrif um allan heim á meðhöndlun ME sjúklinga. Í dag var farið fram á að þessar leiðbeiningar væru afturkallaðar og að meira fjármagni væri varið til rannsókna á sjúkdómnum.

Hér er hægt að sjá umræðurnar á vef breska þingsins.


Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram