top of page

Loksins blóðprufa?


Flestir sem þekkja eitthvað til ME vita að það sem einna helst hefur háð sjúklingum er að ekki er til próf sem hægt er að nota til greiningar. Þetta er það sem vísindafólk hefur lagt allt kapp á að finna; einhver mælanleg, líkamleg frávik sem hægt er að sýna fram á með blóðprufu svo sjúklingar geti fengið afdráttarlausa greiningu.

Biðin hefur verið löng en nú loksins virðist hilla undir lausn. Vísindafólk við Columbia háskólann í Bandaríkjunum hefur nú hannað og prófað nýja gerð af blóðprufu sem reyndist gefa rétta niðurstöðu í 84% tilfella.

Rannsakaðir voru 50 ME sjúklinga og 50 heilbrigðir einstaklingar til samanburðar. Með því móti var hægt að einangra 562 einkenni á efnaskiptum sem einkenna ME.

Það kemur kannski ekki á óvart að þessi sérstöku efnaskipti ME sjúklinga tengjast orkukornunum og gefa til kynna að þau starfi ekki rétt. Fyrri rannsóknir hafa einmitt gefið það til kynna, þar á meðal rannsókn þessa hóps hjá Columbia háskóla í fyrra.

Dr. Ian Lipkin er einn rannsakendanna en hann hefur lengi leitað svara við ME gátunni. Hann telur að með þessari rannsókn og í kjölfarið vel heppnaða prófi séu svörin loks að koma fram. Hann segir einnig:

Við erum að komast á það stig að geta byrjað að þróa tilraunir á dýrum sem gefa okkur kost á að prófa ýmsar tilgátur og hugsanlega meðferðir. Sem dæmi má nefna að sumir sjúklingar gætu náð bata með góðgerlum sem myndu byggja upp þarmaflóruna eða lyfjum sem örva ákveðin taugaboðefni.


Fréttir

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
húsi Öryrkjabandalasins

Opnunartímar:
Þriðjud. og miðvikud.
kl. 12:00 - 15:0
0
Föstud. kl. 9:30 - 12:00

bottom of page