top of page

Tekurðu D-vítamín?


Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimsspeki og stjórnarkona hjá ME félagi Íslands heldur fyrirlestur um veruleika langveikra, til dæmis fólks með ME.

Fyrirlestur hennar nefnist:

Tekurðu D-vítamín? Heilsa, nýfrjálshyggja og einstaklingsvæðing ábyrgðar.

Í kynningu á fyrirlestrinum segir:

Flest okkar upplifa flensu og veikindi í hversdagslífinu en hjá sumum okkar dragast þessi veikindi á langinn. Langveikt fólk lifir oft við annað hvort óskilgreind veikindi eða lítt viðurkennda sjúkdóma á borð við ME/síþreytu. Oftar en ekki býr þessi hópur þannig við erfið lífsskilyrði og jafnvel mikla örvæntingu. Þegar erfitt er að staðsetja orsök veikinda út frá skýrt skilgreindum þekkingaramma vísindanna hefur það í för með sér þær félagslegu afleiðingar að langveiku fólki er beint eða óbeint send þau skilaboð að veikindin séu á einhvern hátt þeim sjálfum að kenna.

Fyrirlestur Nönnu er sá fimmti í fyrirlestraröð RIKK – Rannsókna-stofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2019.

Hvenær? Næstkomandi fimmtudag 7. mars klukkan 12:00-13:00

Hvar? Í Þjóðminjasafni Íslands.


 
 
 
Fréttir

ME félag Íslands

Sigtún 42

105 Reykjavík

 

Sími: 620 2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
Mannréttindahúsinu

Opnunartími:
Eftir samkomulagi.

Viðtalstíma er hægt að bóka í síma 792 3828 eða í tölvupósti á netfangið: 
mefelag@gmail.com

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
bottom of page