top of page

Frá ráðstefnu IiME


Á hverju vori heldur Invest in ME Research ráðstefnu í London þar sem allir helstu sérfræðingar í rannsóknum á ME hittast, bera saman bækur sínar og halda fyrirlestra. Fulltrúi úr stjórn ME félags Íslands hefur mætt á þennan viðburð frá árinu 2014 og þannig hefur félagið haldið tengslum við önnur ME félög auk þess að fylgjast með því sem efst er á baugi í ME-málum hverju sinni. Fyrirlestrarnir frá þessu ári eru nú aðgengilegir á síðu Invest in ME Reasearch ásamt öðru áhugaverðu efni.

Hér að ofan er mynd af fulltrúum okkar félags, Jóhönnu Sól Haraldsdóttur og Guðrúnu Sæmundsdóttur með Ron Davis sem er heimsþekktur vísindamaður sem helgar sig nú rannsóknum á ME. Hann er maðurinn á bak við End ME/CFS Project hjá Open Medicine Foundation. Fyrirlestur hans á ráðstefnunni fjallaði um rannsóknir á mjög veikum ME sjúklingum og það er hægt að sjá hann hér.

Jóhanna Sól og Guðrún heilsuðu einnig upp á Michael VanElzakker, taugasérfræðing frá Harvard Medical School sem hélt erindi um rannsóknir sínar.

Hér er annar góður fyrirlestur sem hann hélt á málþingi um ME/CFS hjá Harvard: Neurology of ME/CFS: Neuroinflammation imaging.


Fréttir
bottom of page