Fræðslufundur um Virkniaðlögun


Í gær stóð ME félag Íslands fyrir kynningu á bókinni Virkniaðlögun. Jóhanna Sól Haraldsdóttir, þýðandi bókarinnar, sagði frá höfundinum og sýndi gestum í sal og heima hvernig bókin er upp byggð og hvernig best sé að nota hana. Á frummálinu heitir hún Aktivitetsavpassing en í enskri þýðingu Classic Pacing.

Höfundurinn lagðist í mikla rannsóknarvinnu við gerð bókarinnar og er efnið vel stutt með tilvísunum í margar rannsóknir. Margir ME sérfræðingar mæla með virkniaðlögun sem góðri aðferð til að bæta lífsgæði ME sjúklinga.

Virkniaðlögun er ekki lækning heldur tæki til að ná betra valdi á aðstæðum og ná auknum lífsgæðum. Orðið virkni er í þessu tilfelli notað um allar athafnir daglegs lífs.

Bókin er nokkuð þykk, um 300 blaðsíður. Hún er þó sett upp þannig að hægt er að byrja strax að nota hana án þess að lesa hana alla til enda fyrst. Ítarlegt efnisyfirlit hjálpar til við að finna það sem lesandinn telur helst geta gagnast sér svo hægt sé að byrja að stjórna virkninni.

Einnig tóku til máls Guðrún Sæmundsdóttir, formaður félagsins, og Nanna Hlín Halldórsdóttir, stjórnarkona. Þær spjölluðu við Jóhönnu um reynslu sína af bókinni og líf með ME yfir höfuð.

Hér getur þú séð myndband frá fræðslufundinum.

Hér er síða bókarinnar í íslenskri þýðingu.

Hér er hægt að kaupa bókina.


Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram