top of page

Heilsuspjall í maí


Félagið stóð fyrir heilsupjalli í gær á kaffihúsinu Örnu á Eiðistorgi. Nokkrir félagar hittust og ræddu óformlega um heilsutengd málefni, sérstaklega tengd ME.

ME sjúklingar njóta takmarkaðra úrræða í heilbrigðiskerfinu. Þeir hafa því þurft að bjarga sér eftir eigin leiðum og hafa oft talsverða reynslu sem getur nýst öðrum sjúklingum. Spjallað var um úrræði eins og Lyfið LDN, Methylhjálp og hlutverk næringar og þungmálmahreinsana. Ætlunin er að endurtaka leikinn og bjóða í svona heilsuspjall af og til.


Fréttir
bottom of page