Fyrirlestur Dr. James Baraniuk


Dr. James Baraniuk kom til landsins til að taka þátt í Læknadögum 2020 og hélt einnig fyrirlestur á fræðslufundi ME félags Íslands í gær, þann

20. janúar.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og honum var líka streymt á Facebook síðu ME félags Íslands.

Dr. Baraniuk ræddi kenningar um uppruna og eðli ME, mismunandi greiningar og óvissuna í kringum þær. Hann ræddi líka aðra sjúkdóma svo sem Gulf War Syndrom sem er inni á hans sérsviði. Sjálfur sagðist hann geta talað um ME og skyld mál í marga klukkutíma því hann er vel að sér og mjög áhugasamum um þetta málefni. Að lokum gafst gestum tækifæri til að spyrja nokkurra spurninga.

HÉR ER HÆGT AÐ HORFA Á FYRIRLESTURINN.

Um Dr. James Baraniuk:

James Baraniuk er dósent við læknadeild Georgetown háskóla og forstöðumaður rannsóknarstöðvar fyrir langvarandi verki og þreytu sem staðsett er í Georgetown háskólalækningamiðstöðinni í Washington. Hann hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknum á ME sjúkdómnum og skrifað greinar í virt læknatímarit.

Hann er einn þeirra lækna sem gagnrýnt hafa PACE rannsóknina sem birt var á sínum tíma í Lancet. Baraniuk, ásamt fjölda annarra virtra sérfæðinga, skrifaði undir tvö bréf til Lancet þar sem þess var krafist að PACE rannsóknin yrði gerð ómerk vegna þess hve illa hún var unnin.


Fréttir