Fyrirlestur Dr. James Baraniuk


Dr. James Baraniuk kom til landsins til að taka þátt í Læknadögum 2020 og hélt einnig fyrirlestur á fræðslufundi ME félags Íslands í gær, þann

20. janúar.

Fyrirlesturinn var vel sóttur og honum var líka streymt á Facebook síðu ME félags Íslands.

Dr. Baraniuk ræddi kenningar um uppruna og eðli ME, mismunandi greiningar og óvissuna í kringum þær. Hann ræddi líka aðra sjúkdóma svo sem Gulf War Syndrom sem er inni á hans sérsviði. Sjálfur sagðist hann geta talað um ME og skyld mál í marga klukkutíma því hann er vel að sér og mjög áhugasamum um þetta málefni. Að lokum gafst gestum tækifæri til að spyrja nokkurra spurninga.

HÉR ER HÆGT AÐ HORFA Á FYRIRLESTURINN.

Um Dr. James Baraniuk:

James Baraniuk er dósent við læknadeild Georgetown háskóla og forstöðumaður rannsóknarstöðvar fyrir langvarandi verki og þreytu sem staðsett er í Georgetown háskólalækningamiðstöðinni í Washington. Hann hefur tekið þátt í fjöldamörgum rannsóknum á ME sjúkdómnum og skrifað greinar í virt læknatímarit.

Hann er einn þeirra lækna sem gagnrýnt hafa PACE rannsóknina sem birt var á sínum tíma í Lancet. Baraniuk, ásamt fjölda annarra virtra sérfæðinga, skrifaði undir tvö bréf til Lancet þar sem þess var krafist að PACE rannsóknin yrði gerð ómerk vegna þess hve illa hún var unnin.


Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram