ME á læknadögum 2020

22.1.2020

Það urðu aldeilis tímamót í sögu ME á Íslandi þegar málþing um ME var haldið á Læknadögum í Hörpunni nú í vikunni. 

 

Málþingið var mjög vel sótt og gestir voru mjög áhugasamir um það sem fram kom.

Auk þeirra íslensku lækna sem að því stóðu hélt Dr. James Bananiuk erindi en hann hélt einmitt fyrirlestur fyrir félaga ME félags Íslands á mánudaginn.

 

Þetta eru alveg sérstaklega ánægjulegar fréttir fyrir ME sjúklinga og þá sem unnið hafa að málefum þeirra undanfarin ár. Þeir læknar sem að þinginu stóðu eiga miklar þakkir skildar fyrir að vekja með þessum hætti athygli kollega sinna á þessum sjúklingahópi.

 

 

Dagskrá málþingsins:

 

Málþing á Læknadögum um ME (síþreytu)

Fimmtudagur 23. janúar 2020 kl 9 – 12

 

09:00-12:00 ME- myalgic encephalomyelitis (síþreyta) – erum við einhverju nær?

Fundarstjóri: Friðbjörn Sigurðsson, læknir

 

09:00-09:05 Ávarp. Alma Möller, landlæknir

 

09:05-09:20 Inngangur. Kristín Sigurðardóttir, læknir, Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna

 

09:20-09:35 Sjúkratilfelli: G. Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Heilsustofnun NLFÍ

 

09:35-10:00 Skilgreining og mismunagreiningar á ME. Höfum við klínískar leiðbeiningar að styðjast við? Dr. James Baraniuk, prófessor, Georg Washington háskóla, BNA.

 

10:00-10:10 Skiptir þarmaflóran máli? Sigurjón Vilbergsson, Læknastöðinni Glæsibæ og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 

10:10-10:40 Kaffihlé

 

10:40 11.00 Morbus Akureyriensis 70 ára: Sigurður Guðmundsson, læknir Landspítala, fv. landlæknir og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

 

11:00 -11:25 Nýjungar í meðferð ME. Dr. James Baraniuk, prófessor, Georg Washington háskóla, BNA

 

11:20-11:30 Skráning á síþreytu á Íslandi: Friðbjörn Sigurðsson, læknir Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri

 

11:30-11:40 Er möguleiki á rannsóknum á síþreytu á Íslandi? Tekla Hrund Karlsdóttir, læknir, Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna

 

11:40-12:00 Hver á að sinna sjúklingum með síþreytu á Íslandi?

 

Pallborðsumræða

 

 

 

Please reload

Fréttir

12.5.2020

Please reload

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram