top of page

Left out - ný heimildamynd


Í gær var ný, norsk mynd um ME birt á Youtube þar sem fylgst er með Rituximab rannsókninni í Noregi, niðurstöðum og sjúklingum sem fylgdust vongóðir með framvindu mála.

Myndin er á norsku en með enskum texta.

Læknar á Haukeland sjúkrahúsinu tóku eftir því að nokkrir ME sjúklingar virtust óvænt fá bata þegar þeir þurftu að undirgangast krabbameinsmeðferð. Ákveðið var að að rannsaka hvort Rituximab krabbameinslyfið gæti hugsanlega verið lækningin við ME sem svo margir bíða eftir.

Rannsókninni stýrðu Dr. Olav Mella og Dr. Øystein Fluge en Fluge kom einmitt á ráðstefnu ME félags Íslands árið 2017 ásamt Dr. Ingrid Rekeland sem er í rannsóknarteyminu. Aðeins þremur vikum eftir að þau fóru frá Íslandi fékkst niðurstaða í rannsóknina og í þessari mynd fáum við að fylgjast með augnablikinu þegar það gerist.

Höfuðeinkenni ME er PEM (Post-exertional malaise) og í myndinni sjáum við frá rannsókn á PEM sem fram fer á Haukeland sjúkrahúsinu. Svona rannsóknir eru ekki auðveldar því það þarf að biðja sjúklinga að leggja mikið á sig og fórna miklu í leit að svörum.

Þarna er einnig talað við Dr. James Baraniuk sem var einmitt gestur á fræðslufundi hjá okkur í ME félagi Íslands í síðustu viku. Hér getur þú séð fyrirlesturinn hans sem var streymt í beinni útsendingu. Hann var einnig fyrirlesari á málþingi um ME á læknadögum 2020 í Hörpunni.


Fréttir
bottom of page