top of page

Styrkur til félagsins


Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, úthlutaði í gær styrkjum til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal ME félags Íslands sem fékk styrk til gerðar kennslu- og æfingaefnis fyrir ME sjúklinga. Guðrún Sæmundsdóttir formaður félagsins tók við styrknum og færði ráðherra eintak af Virkniaðlögun, bók sem félagið fékk einmitt styrk til að þýða og gefa út.


Fréttir
bottom of page