Search
Styrkur til félagsins
- ME félag Íslands
- Feb 5, 2020
- 1 min read

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, úthlutaði í gær styrkjum til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal ME félags Íslands sem fékk styrk til gerðar kennslu- og æfingaefnis fyrir ME sjúklinga. Guðrún Sæmundsdóttir formaður félagsins tók við styrknum og færði ráðherra eintak af Virkniaðlögun, bók sem félagið fékk einmitt styrk til að þýða og gefa út.