top of page

Fyrirspurnir í kjölfar læknadaga


Eins og margir hafa orðið varir við tók umræðan um ME kipp eftir málþing um sjúkdóminn á læknadögum í Hörpunni nú í janúar.

Í kjölfarið hefur ME félagi Íslands borist margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að fá greiningu á ME og/eða meðferð við sjúkdómnum. Því miður getur félagið ekki bent á ákveðinn aðila innan heilbrigðiskerfisins sem tekur að sér að greina ME.

Eins og er bjóðast ekki almenn blóðpróf sem nota má til að greina sjúkdóminn. Hann er yfirleitt greindur með útilokunaraðferðum (aðrir sjúkdómar útilokaðir) og greiningarkóða eins og kanadísku greiningarviðmiðunum.

Engin lækning er enn til við sjúkdómnum en hægt er vinna að því að lágmarka einkenni, m.a. mæla sérfræðingar með því að nýta virkniaðlögun (pacing) til þess.

ME félag Íslands gaf út þessa bók í fyrra þar sem farið er ítarlega í þá aðferð.

ME félag Íslands hefur því ákveðið að senda inn fyrirspurn til landlæknis með óskum um að fá leiðbeiningar frá embættinu um hvert fólk getur leitað eftir aðstoð. Þegar svar frá heilbrigðisyfirvöldum berst mun tilkynning bæði verða sett á heimasíðu félagsins sem og send í tölvupósti til félagsmanna.


Fréttir
bottom of page