12. maí er dagur ME
12. maí ár hvert er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar vegna ME. Undanfarin ár hefur verið vinsælt að taka þátt í átaki sem kallast Millions Missing sem er áhrifarík uppákoma þar sem vakin er athygli á fjarveru ME sjúklinga úr samfélaginu og líka þeim árum sem sjúklingar glata úr lífi sínu.
Í fyrra var útgáfuhóf vegna bókarinnar Virkniaðlögun sem félagið gaf þá út og einnig birti yfirlýsingu vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var á Alþingi 3. júní 2019.
Það væri gaman að sjá hugmyndir frá sjúklingum og/eða aðstandendum þeirra um hvað best væri að gera þennan dag í ár og láta það verða að veruleika. Það er hægt að taka þátt í Millions Missing, skrifa bréf í blöðin, skipuleggja kaffispjall, hanna íslensk merki fyrir 12. maí eða eitthvað annað, það er um að gera að koma með hugmyndir.
Hafðu samband við félagið með því að senda tölvupóst ef þú hefur hugmynd að því hvernig við getum vakið athygli á alþjóðadeginum þetta árið.