Aðalfundur 2020
Aðalfundur félagsins 2020 verður haldinn
föstudaginn 13. mars
klukkan 16:30
Fundurinn hefur verið færður á internetið og verður haldinn með fjarfundabúnaði.
Dagskrá fundar
Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Í ár skal kjósa 3 fulltrúa í stjórn. Framboð til stjórnar skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Skýrsla stjórnar
c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram
d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum
e) Upphæð árgjalds ákveðin
f) Lagabreytingar
g) Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein
h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
i) Kosning nefnda
j) Önnur mál
Félagsgjöld
Við minnum á að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir. Það er hægt að greiða félagsgjöldin hér.
Ef þú vilt skrá þig í félagið er einfalt að gera það hér.