top of page

12. maí 2020


12. maí er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um málefni ME. Í ár stjórnar Covid-19 faraldurinn því að ekki er boðið til samkomu í tilefni dagsins en í stað þess sendir stjórnin bréf til fjölmiðla.

Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ME tilfellum fjölgi í kjölfar faraldursins því sagan sýnir að vírussýkingar geta leitt til þess að ákveðinn hluti sjúklinga þrói með sér ME eða ME lík einkenni.

Morgunblaðið birti grein um málið með tilvísun í bréfið og Mannlegi þátturinn hjá Ríkisútvarpinu bauð Guðrúnu Sæmundsdóttur, formanni félagsins, í viðtal (byrjar 28:10).


Fréttir