top of page

ME-Covid rannsókn í Svíþjóð


Prófessor Jonas Bergquist við Háskólann í Uppsölum, er einn þekktasti ME sérfræðingur Svíþjóðar.

Hann hefur nú, í samvinnu við Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, hafið rannsókn þar sem skoðuð verða sýni úr Covid-19 sjúklingum.

Ætlunin er að rannsaka hvort þessi sjúklingahópur sýni núna svipuð einkenni og ME sjúklingar því vitað er að post-viral einkenni hafi fylgt öðrum stórum faröldrum svo sem Spænsku veikinni, Asísku veikinni og SARS.

HÉR má lesa viðtal við hann um þessa rannsókn á sænsku og HÉR er það á ensku.


Fréttir
bottom of page