top of page

Stór genarannsókn vegna ME


Það bárust stórtíðindi frá Bretlandi í gær þegar tilkynnt var um stærstu genarannsókn vegna ME sem gerð hefur verið. Rannsóknin sem kölluð er Decode ME er leidd af vísindafólki og ME sjúklingum.

Vonir standa til að niðurstöður rannsóknarinnar muni varpa ljósi á frávik í genagerð ME sjúklinga sem skýrir hvað veldur því að þeir eiga frekar á hættu að þróa með sér sjúkdóminn. Það myndi hjálpa til við að þróa greiningarviðmið og sérhæfðar meðferðir.

Til að rannsóknin sé marktæk verður að prófa a.m.k 20.000 sjúklinga auk hraustra sjálfboðaliða til samanburðar. Það er mikið átak að finna svona stórt úrtak og um þessar mundir er biðlað til ME sjúklinga í Bretlandi og annars staðar að bjóða sig fram. Þátttakendur fá sýnatökusett til að safna munnvatni til prófunar og stefnt er á að hefja þá vinnu snemma á næsta ári.

Rannsóknin hlaut tvo stóra styrki, annars vegar frá Medical Research Counsil, sem er stór styrktarsjóður fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, og hins vegar frá National Institute of Health (NIH) sem er sjúkrasamlag Bretlands.

Hér er frétt The Guardian um rannsóknina.


Fréttir
bottom of page