Breytingar í kjölfar frétta af rannsókn

Genarannsóknin sem tilkynnt var um í gær virðist ætla að marka ákveðin tímamót í Bretlandi. Viðhorf til ME þarlendis hefur í gegnum tíðina reynst sjúklingum og foreldrum ME barna alveg einstaklega erfitt. Nú virðist hilla undir breytingar og í dag birti The Times 3 greinar um ME.
The Times hefur umræðuna með greininni
The Times view on taking myalgic enchephalomyelitis seriously: Chronic Condition.
Henni fylgja tvær greinar um hremmingar foreldra ME veikra barna sem gjarnan er kennt um vanlíðan barnanna og hótað af félagsmálayfirvöldum að börnin verði tekin af þeim.
Chronic fatigue syndrome: ME families accused of child abuse og
Chronic fatigue syndrome: We woldn´t agree to make our son worse.
Í gær birtust greinarnar
Chronic fatigue syndrome: Search for genetic clues og
Chronic fatigue syndome: "It felt like I´d been in a car crash" (myndband)
Það lítur út fyrir að The Times sé að koma sér upp greinasafni undir heitinu "Chronic fatigue syndrome" og það verður spennandi að sjá hvernig þau fylgja þessu eftir í framtíðinni.
Greinarnar eru aðeins opnar að litlum hluta öðrum en áskrifendum en það er hægt að fá mánaðar prufuáskrift ókeypis.