Tengsl Covid og ME
Sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, svaraði fyrirspurnum á fréttamannafundi í síðustu viku og talaði meðal annars um eftirmála Covid-19. Hann sagði að nú liti út fyrir að svokallað „post viral syndome“ geti fylgt í kjölfar veikindanna hjá sumum sjúklingum sem þróa þá með sér langvarandi þreytu og veikindi sem geti varað vikum saman.
Greinilegt sé að margir sjúklingar séu áfram veikir þrátt fyrir að teljast vera á batavegi og þetta fólk virðist ekki ná fyrri heilsu á nýjan leik heldur glímir það við heilaþoku, einbeitingarskort og þreytu sem minnir á einkenni Myalgic encephalomyelitis (ME).
Hér er hægt að sjá ummæli dr. Fauci, myndbandið hefst þar sem þessi umræða á sér stað:
CNN sagði frá þessu á netinu eftir fundinn og Morgunblaðið vann frétt um málið.
Í þeirri frétt er einnig rætt við Guðrúnu Sæmundsdóttur formann ME félags Íslands sem bendir á að hingað til hafi lítið verið um úrræði fyrir ME sjúklinga á Íslandi og að félagið geti litla hjálp veitt þessu fólki sem nú þegar er farið að leita til félagsins.
Einnig er rætt við Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfæðing í smitsjúkdómum á Landspítalanum sem kannast við svona tilfelli hérlendis. Hann segir að þróttleysi og síþreyta í kjölfar sýkinga sé þekkt og nú sé verið sé að rannsaka eftirköst Covid-19 og kalla fólk inn.
Í frétt Morgunblaðsins er að auki vísað í viðtal í Læknablaðinu við Magdalenu Ásgeirsdóttur, yfirlækni á Reykjalundi, sem segir frá endurhæfingu þessa sjúklingahóps.
Hér er mynd af frétt Morgunblaðsins: