top of page

Fjárstuðningur í fyrsta sinn


ME félag Íslands er aðili að evrópskum samtökum ME félaga, EMEA. Nýlega urðu ákveðin tímamót hjá samtökunum þegar ákveðið var að þau myndu í fyrsta sinn veita fjárstuðning til rannsókna. Það hefur lengi verið stefnt að því að styrkja rannsóknir svo þetta eru gleðifréttir fyrir aðildarfélögin og félaga innan þeirra.

Þau félög sem standa að þessum fyrsta fjárstuðningi eru Invest in ME og Irish ME Trust.

Þau munu styrkja rannsókn við Árósarháskóla á vegum Prof. Rikke Olsen svo það megi ljúka henni og birta niðurstöður. Professor Rikke Olsen situr í rannsóknarhópi á vegum EMEA sem kallast European ME Research Group sem er skammstafað EMERG. Þessi tiltekna rannsókn snýr að orkukornum og ónæmisfrumum ME sjúklinga en einnig afleiðingum HPV bólusetninga því margar bólusettar konur þróuðu með sér veikindi sem minna á ME.

Mörg önnur félög innan EMEA styrkja við rannsóknir og þá innan síns heimalands. Þetta er í fyrsta sinn sem EMEA sem slíkt veitir fjárhagslegan styrk til einhvers innan EMERG.


Fréttir
bottom of page