Aðalfundur 4. maí kl. 16:00


Áður boðaður aðalfundur verður haldinn þann 4. maí klukkan 16:00 á Zoom og þurfa fundargestir að skrá sig á fundinn hjá mefelag@gmail.com til að fá Zoom hlekk eigi síðar en klukkustund fyrir fund. Efni fundarins:

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, í ár skal kjósa um 2 aðalmenn í stjórn, framboðsfrestur er útrunninn.


Við minnum á að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið og eru skuldlausir. Það er hægt að greiða félagsgjöldin með því að millifæra á reikning félagsins. Félagsgjaldið er 2.000 krónur fyrir einstakling eða 3.000 króna fjölskyldugjald sem gildir fyrir þá sem deila sama heimili


Bankaupplýsingar félagsins

Kennitala: 650311-2480


Banki: 101-26-42480

Skuldlausir félagsmenn geta fengið aðgang að Innri vef ME félagsins sem er fræðsluvefur fyrir fólk með ME.


Dagskrá aðalfundar samkvæmt 6. grein laga félagsins


a) Kosning fundarstjóra og fundarritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum

e) Upphæð árgjalds ákveðin

f) Lagabreytingar

g) Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein

h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

i) Kosning nefnda

j) Önnur mál

Stjórn ME félags Íslands

Fréttir