top of page

Börn og ungmenni - nýr hópur


Stofnfundur barna-, ungmenna- og foreldrahóps innan ME félags Íslands


þriðjudaginn 27. febrúar 2024

klukkan 16:30


í húsi ÖBÍ í Sigrúni 42
ME félag Íslands býður börnum og ungmennum og foreldrum/forráðamönnum þeirra að koma og hittast í Sigrúni 42 (húsi ÖBÍ) þriðjudaginn 27. febrúar.


Tilefnið er stofnun deildar innan ME félags Íslands fyrir þennan hóp, bæði börnin/ungmennin og þeirra forráðamenn.


Þarna mun fólki gefast tækifæri til að hitta aðra sem eru í svipuðum sporum, skiptast á upplýsingum um hvað gengur vel eða illa og almennt bera saman bækur sínar.


Hrönn Stefánsdóttir, sem er foreldri ME veiks barns, mun stýra fundinum og halda erindi.


Það verður boðið upp á léttar veitingar á staðnum og þeir sem kjósa að taka þátt að heiman munu geta það í gegnum Zoom. Hlekkurinn á fundinn er hér að neðan.


INNSKRÁNING Á ZOOM FUNDINN:Meeting ID: 813 5573 8243


Passcode: 626699

Comments


Fréttir
bottom of page