Evrópsk könnun

Nú í júlí 2021 fer fram samevrópsk könnun meðal ME sjúklinga í Evrópu.

Við hvetjum ME/síþreytusjúklinga um að taka þátt í þessari könnun sem er á vegum Evrópusamtaka ME sjúklinga EMEA. ME félag Íslands er aðili að samtökunum. Aðstandendur þeirra ME sjúklinga sem eru of ungir eða of lasburða til að svara könnuninni, geta svarað fyrir þá.Tilgangur könnunar


Þessi könnun verður sú fyrsta sinnar tegundar sem ber saman stöðu og reynslu ME-sjúklinga í Evrópu. Sem slík býður hún uppá samanburð milli landa á ýmsum þáttum:


1. Upphafi og þróun sjúkdómsins 2. Orsök veikinda 3. Jákvæðir og neikvæðir þættir sem hafa áhrif á gang veikindanna 4. Framboð og reynsla af ýmsum meðferðarúrræðum við sjúkdómseinkennum. 5. Tímabilið frá upphafi veikinda til sjúkdómsgreiningar. 6. Ánægja eða óánægja með meðferðir og aðstoð frá heilbrigðs og velferðarkerfinu. 7. Samþykki fjölskyldu og vina á ME veikindum.

Gagnaöflun og birting könnunarinnar mun nota SurveyMonkey. Eftir söfnun og greiningu gagna verður birt skýrsla um niðurstöður. Engin persónuleg gögn verða birt eða geymd af Norges ME Forening, sem heldur utanum könnunina og mun greina gögnin.Fréttir