Hlustað á þreytu, fyrirlestur
Viðtalsrannsókn um reynsluheim 13 ME sjúklinga á Íslandi.
13. febrúar kl. 16: 30
í Sigtúni 42 (húnsæði ÖBÍ réttindasamtaka).
Fáar eða engar rannsóknir hafa verið gerðar á reynsluheimi ME sjúklinga á Íslandi, þótt margir einstaklingar hafi lifað með sjúkdómnum til fjölda ára.
Síðustu ár hafa komið fram skýrar vísbendingar um að sjúkdómseinkennið áreynsluóþol sem oftast er einfaldlega kallað PEM á íslensku (post exertional malaise) skipti höfuðmáli til skilnings á sjúkdómnum. Engu að síður eru alþjóðlega enn fáar rannsóknir á því hvernig sjúklingar upplifa sjúkdómseinkennið.
Heimspekingurinn Nanna Hlín Halldórsdóttur sem sjálf er með væga gerð af ME, fékk styrk frá Rannsóknasjóði (2020-2024) fyrir nýdoktorsverkefninu Hlustað á þreytu og leggur nú lokahönd á fræðigreinar þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar.
Nanna mun koma til með að segja frá rannsókninni á viðburði sem verður
13. febrúar kl. 16: 30
í Sigtúni 42 (húnsæði ÖBÍ réttindasamtaka).
Léttar veitingar og spjall að fyrirlestri loknum.
Aðgangur að viðburðinum á Zoom:
ID númer fundar: 818 8303 7055
Passcode: 412180
Commentaires