top of page

Mega Zipline uppboð fyrir ME


Nú stendur yfir uppboð á netinu á fyrstu "Superman" ferð Mega Zipline sem hefur ákveðið að láta upphæðina renna til ME félags Íslands og styrkja þannig félagið.


Kærar þakkir Mega Zipline!


Uppboðinu lýkur annað kvöld, miðvikudaginn 5. júlí kl. 22.



Mega Zipline var stofnað í byrjun ársins 2021. Markmiðið var að setja upp skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi þar sem hægt væri að njóta spennu og íslenskrar náttúru í senn. Valin var staðsetning í Hveragerði vegna nálægðar við borgina og vaxandi samfélags ferðaþjónustuaðlila, við Reykjadal, eins vinsælasta áfangastaðar Íslands. Eigendur eru fyrirtæki og einstaklingar með mikla reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi.


Mega Zipline Iceland mun opna fyrir almenning þann 7. júlí nk. Þann 6. júlí verður sérstök opnunarathöfn þar sem fyrsta „Superman“-ferðin (Fálkinn) verður farin en í þeirri ferð liggur viðkomandi með höfuðið á undan og kemst þá upp í allt að 120 km hraða!


Við viljum bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að bjóða í fyrstu ferðina til að tryggja sér (eða einhverjum að vinnufélögunum) fyrstu ferðina og mun allur ágóði renna óskiptur til ME-félagsins á Íslandi. Þrjú hæstu boðin tryggja sér þrjár fyrstu ferðirnar. Sá sem hæst bíður fer fyrstur en næstu tvö boð fara samtímis þar á eftir. Ferðirnar verða farnar eftir kl. 14.00 fimmtudaginn 6. júlí en uppboðið endar kl. 22 miðvikudaginn 5. júlí. Hefðbundið verð í „Fálkann“ er kr. 9.900 í sumar og það er lágmarksverðið í útboðinu.

Comments


Fréttir
bottom of page