Tillaga um norrænt samstarf um langvarandi Covid og ME

ÞINGMANNATILLAGA Málsnúmer 22-00052-1 A 1910/UVN Flytjandi Flokkahópur jafnaðarmanna Afgreiðsla Norræna velferðarnefndin Þingmannatillaga um norrænt samstarf um langvarandi COVID Tillaga: Flokkahópur jafnaðarmanna leggur til að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til Norrænu ráðherranefndarinnar að hún skipuleggi norræna læknisfræðirannsókn og aðgerðir gegn sjúkdómnum langvarandi COVID sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem þegar er til um aðra sjúkdóma í kjölfar veirusýkinga, t.d. ME/CFS að hún efli samstarf um meðhöndlun langvarandi COVID á Norðurlöndum Bakgrunnsupplýsingar Sífellt fleiri rannsóknir benda til að langvarandi COVID þurfi að taka alvarlega. Tugir þúsunda íbúa á Norðurlöndum hafa greinst með sjúkdóminn frá upphafi heimsfaraldurs og í löndunum vinna yfirvöld að því að útbúa vinnureglur og upplýsingar fyrir fólk sem glímir við langvarandi COVID. Með skilvirku og skipulögðu norrænu samstarfi væri hægt að spara tíma og tilföng sé langvarandi COVID sett í stærra samhengi og haft í huga að langtímasjúkdómar í kjölfar veirusmits eru ekki nýtt fyrirbæri. Greiningin á margt sameiginlegt með öðrum sjúkdómum sem verða í kjölfar veirusjúkdóma, t.d. ME/CFS. Norræna ráðherranefndin gæti skipulagt rannsóknir um langtímacovid og aðgerðir sem byggjast á þeirri þekkingu sem þegar er fyrir hendi um sjúkdóma í kjölfar veirusýkingar. Nú þegar er til norrænt rannsóknarnet og vettvangur fyrir greininguna ME/CFS. Elstu samtök sjúklinga eru meira en 30 ára gömul og hluti evrópsks samstarfs sjúklinga, lækna og vísindamanna (EMEA-EMECC-EMERG). Þetta gefur okkur á Norðurlöndum gott tækifæri og forskot á alþjóðavísu. Norræna samvinnuformið er þegar rótgróið og hefur þessa verðmætu þekkingu, sérkunnáttu og samskiptanet tilbúið til notkunar. 2 / 2 Með samstarfi um vinnureglur, sjúkdómaskilgreiningar og greiningarskilyrði er hægt að einfalda gagnaöflun fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, eftirfylgni og mat á aðgerðum. Norðurlöndum, 11. febrúar 2022 Aksel V. Johannesen (S) Anders Kronborg (S) Anna Vikström (S) Camilla Gunell (ÅSD) Erkki Tuomioja (sd) Eva Lindh (S) Henrik Møller (S) Karianne B. Bråthen (A) Kim Berg (sd) Oddný G. Harðardóttir (Sf) Per-Arne Håkansson (S) Tove Elise Madland (A) Troels Ravn (S) Truls Vasvik (A) https://www.norden.org/is/case/thingmannatillaga-um-norraent-samstarf-um-langvarandi-covid?fbclid=IwAR3r4iJ8qvuDm1ofufDWYd_v2dqWnV_jBgKyFWM5nyocok9IQRmP7iQ6Kh8


Fréttir