Hvað er ME?

ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. Á íslensku hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður síþreyta sem er þýðing á enska heitinu Chronic Fatigue Syndrome (CFS). Það heiti hefur lengstum verið notað erlendis og þá aðallega í Bandaríkjunum þar sem það varð til. Sjúklingar hafa viljað breyta þessari nafngift þar sem síþreyta er í raun aðeins eitt af fjölmörgum einkennum ME og nægir ekki til að gera grein fyrir sjúkdómnum og alvarleika hans.

 

ME fylgja fjölmörg einkenni sem lýsa sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969 og hefur flokkunarnúmerið ICD 10 G93.3.

Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. 

Miðað við 0,2 - 0,3% algengi má reikna með að um 1000 manns séu með ME á Íslandi.

Athugið að ekki er víst að allir sem greindir eru með síþreytu séu með ME. 

Þetta er ágætis mynd sem útskýrir nafnið Myalgic Encephalomyelitis sem þvælist fyrir mörgum.

 

MY = vöðva

ALGIC = verkir

ENCEPHALO = heila

MYEL = mænu

ITIS = bólga

 

(Þetta er skammstafað ME)

 

Bólgur í heila og mænu með vöðvaverkjum

Þetta er skjáskot af síðu WHO (Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar) sem sýnir hvar sjúkdómurinn er flokkaður (með númerið G93.3)

Það er áhugavert að sjá að þarna koma fyrir nöfnin Akureyri's disease og Iceland (stundum kallað Icelandic disease).

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram