COVID-19
Myndband með Dr. Nancy Klimas
Nancy Klimas er meðal fremstu og þekktustu ME sérfræðinga heims. Hún sendi þetta myndband frá sér um miðjan mars þegar ljóst var í hvað stefndi á heimsvísu.
Hér að neðan er útdráttur á íslensku. Það er ágætt að spila myndbandið og lesa textann með.
Hún kynnir sig, er ónæmisfræðingur, hefur unnið við ME í marga áratugi.
Ónæmiskerfið er viðkvæmt fyrir svo við erum vön að passa okkur en þurfum að fara extra varlega. Frumurnar sem sjá um að verjast vírusum eru til staðar en þær eru svo þreyttar að þær vinna ekki nógu vel. ME sjúklingar eru ekki hættulega veikir fyrir líkt og krabbameinssjúklingar en þó nokkuð veikir fyrir svo það er ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana.
-
Fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda,
-
þvo hendur,
-
halda fjarlægð á milli fólks, u.þ.b. 2 m.
-
Hreinsa yfirborð alls staðar, hurðahúna o.s.frv. líka í bílnum. Passa sig samt á kemískum efnum, gætu valdið efnaóþoli, gott að nota sápu og alkóhól.
-
Grímur nýtast til að verja aðra sé maður veikur og geta að einhverju leyti dregið úr sýkingarhættu.
Lífsferill veirunnar:
Hún berst inn um nef, inn í öndunarfærin og verður svo að festa sig við frumu og komast inn í hana til að geta byrjað að fjölga sér.
Ráðleggingar:
Hreinsa nefið áður en vírusinn nær að festa sig við frumur, sérstaklega eftir að hafa verið innan um fólk. Hafðu saltvatn til nefskolunar við höndina, þetta er eins og handþvotturinn, bara fyrir nefið.
Það eru til efni sem húða nefið að innan:
Hún talar um xylitol nefsprey sem hægt er að fá án lyfseðils í Bandaríkjunum, það húðar nefið að innan svo vírusar ná ekki að festa sig og tengjast frumum.
Í Kanada og Evrópu er hægt að fá alls konar Cellulose sprey sem virka á sama hátt. Það er oft markaðssett sem ofnæmislyf og til að verjast flensu- og veirusmiti. Hún nefnir að hún sjái að þau lyf sem eru merkt sem vörn gegn kvefi og flensu eru að hverfa úr hillunum en sömu lyf sem eru markaðssett sem ofnæmisvörn eru ekki öll uppkeypt. Þessi lyf virka sem varnarlag.
Astmasjúklingar eru mjög viðkvæmir fyrir smiti, mikilvægt að taka astmalyfin rétt til að hindra að veiran komist inn og nái að fjölga sér.
Bæta ónæmiskerfið.
Nancy er ónæmisfræðingur og er oft spruð hvernig best sé að bæta ónæmiskerfið og nú er það mikilvægara en nokkru sinni.
Það er tvennt sem veikir frumurnar hjá okkur (þær sem berjast gegn vírusum):
-
Þær eru alltaf að vinna á fullu og hafa notað öll næringarefni upp til agna, þær eru of vannærðar til að búa til and-veiru efni.
-
Þessar frumur eru alltaf á yfirsnúningi og það veldur því að starfsemi þeirra brenglast. Þær draga úr orkuframleiðslu og vinna ekki sem skildi.
HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA TIL AÐ VINNA Á MÓTI ÞESSU?
Í FYRSTA LAGI þarf auka við andoxunarefnin í líkamanum.
Best er að borða hollan mat sem inniheldur næringu sem hjálpar við andoxun en fæstir ME sjúklingar hafa orku til að elda á þann hátt sem tryggja öll þau næringarefni sem þarf. Þess vegna er gott að nota fæðubótarefni.
Mikilvægustu efnin eru þau sömu og alltaf er mælt með:
CoQ10 (Ubiqinol)
200 mg á álagstíma og þegar þú ert að ná upp magninu í líkamanum.
Taka það í u.þ.b. 1-2 mánuði.
Minnka skammtinn svo niður í 50-100 mg á dag.
NAC – þetta er undanfari glutathione í líkamanum.
Glutathione er besta andoxunarefni sem líkaminn getur fengið og það fer inn í allar frumur, þ.m.t. heilafrumur.
600 mg 1-2 á dag en það er kannski lágur skammtur undir þessum kringumstæðum.
Ekki taka það á kvöldin því það getur haldið fyrir manni vöku.
Glutathione:
Glutathione frásogast ekki vel í líkamanum og þess vegna treysta margir á NAC.
Það eru þó til gerðir sem líkaminn getur nýtt vel, það er um að gera að rannsaka málið á netinu.
Liposomal glutathione virðist frásogast vel (nýtast vel í líkamanum).
C-vítamín, carnitine:
Þessi efni eru oft í einhvers konar fjölefnablöndum en það þarf að taka stærri skammta en hægt er að fá þannig. Taka aukalega C-vítamín og
L-carnitine.
Þetta þarf að gera þetta ÁÐUR en þú bætir starfsemi frumanna (lætur þær vinna meira) því annars gefast þær bara upp.
Í ÖÐRU LAGI bæta starfsemi frumanna.
Taka B-12 vítamín og folic acid:
Um það bil 20-30% fólks hefur ekki rétta genagerð til að vinna rétt úr þessum efnum og þess vegna kjósa margir að taka methyl B-12 eða hydroxy B-12. Þú þarft ekki að vita um genagerðina til að taka þetta form af B vítamínum, það er alveg óhætt þótt maður þurfi þess ekki.
LYF:
Það er hægt að fá lyf í Kanada og Evrópu sem heitir Imunovir sem bætir orkubúskap frumanna. Þetta er í rauninni isoprinosine sem er amínósýra og bætir orku í fumum.
Fæst ekki í Bandaríkjunum svo þau nota svipað lyf, Isoprinosine, fæst án lyfseðils. Nota ráðlagðan skammt.
Aðvörun: Getur valdið þvagsýrugigt og nýrnasteinum svo það er ráðlegt að drekka mikinn vökva með þessum lyfjum og hún ráðleggur sjúklingum að sleppa því að taka lyfið tvo daga í viku.
Þetta eru góð lyf sem eru markaðssett í Bandríkjunum, Kanada og Evrópu sem lyf gegn vírusum vegna þess að vandaðar rannsóknir hafa sýnt að þau bæla herpesvírusa – og Ebstein-Barr er í fjölskyldu herpes vírusa.
Kórónavírusinn er aftur á móti ekki herpesvírus en þessi lyf efla varnir ónæmiskerfisins gegn vírusum.
Mjög góð rannsókn sýndi að þetta lyf virkar vel gegn sýkingum í efri öndunarfærum eins og Covid veldur. Þetta er því gott lyf til að taka til að minnka líkurnar á veikindum og hugsanlega bæta útkomuna skyldir þú veikjast.
Lokaorð:
Verum bara róleg, heilbrigðisyfirvöld standa sig vel. Engir eru eins flinkir að einangra sig félagslega og ME sjúklingar og þótt hún mæli ekki endilega með því getur fólk alveg gert það en passa sig á að sökkva ekki í þuglyndi. Þú hefur síma og tölvu til að halda samskiptum við vini, endilega halda sambandi við fólk – bara ekki hósta og hnerra hvert á annað. Láttu aðra vita að það er ýmislegt sem hægt er að gera og sýna skynsemi. Þetta mun ganga yfir í júní, júlí – svona vírusar ná yfirleitt hámarki í mars og apríl og dvína svo. Ef þú óttast vírusinn svo mikið að þú finnur til kvíða eða þunglyndis skaltu endilega leita til fagaðila. Kvíði og þunglyndi gerir ME bara verra og þetta er ekki góður tími til að hraka.